Vinstri Reykjavík

Byggjum undir félagslega velferð og endurreisum verkamannabústaði í samvinnu við verkalýðsfélögin

  • Fjölgum félagslegum leiguíbúðum um a.m.k. 600 á kjörtímabilinu
  • Nýtum sterka stöðu borgarsjóðs í menntakerfið og velferðaþjónustu
  • Höldum áfram að afnema gjaldtöku í leikskólum og grunnskólum í áföngum og gerum menntun barna endurgjaldslausa
  • Opnum miðstöð innflytjenda í anda Bjarkarhlíðarmódelsins
  • Vindum ofan af markaðsvæðingu í skólakerfinu og stöndum vörð um menntun barna
  • Aukum samvinnu við húsnæðissamvinnufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni
  • Tryggjum félagslega blöndun í öllum hverfum og vinnum gegn stéttaskiptingu