Að vaxa úr grasi

Börn eru eins og fræ. Við vitum ekki hvers konar blóm þau verða en óhindraður aðgangur að menntun, uppbyggilegu félagsstarfi og bjargráðum er nauðsynlegur til þess að þau geti blómstrað á sínum forsendum. Menntun á að vera fyrir öll börn, allt frá leikskóla og upp úr, óháð fjárhag eða stöðu foreldra þeirra. Hún á að vera endurgjaldslaus.

Brúum umönnunartímabilið

  • Opnum ungbarnadeildir í borgarreknum leikskólum í öllum hverfum
  • Mönnum leikskólana með fagfólki og styðjum faglegt frelsi þess
  • Gerum þjónustusamninga við dagforeldra til að tryggja þjónustu við ung börn

Fullmönnum alla leikskóla

  • Hækkum laun starfsfólks á leikskólum
  • Styrkjum ófaglært starfsfólk á leikskólum enn frekar til að verða leikskólakennarar
  • Höldum áfram að bæta starfsaðstæður starfsfólks leikskóla
  • Aukum afleysingu og undirbúningstíma á leikskólum

Framúrskarandi borgarreknir grunnskólar

  • Höldum áfram að vinna að gjaldfrjálsum grunnskóla
  • Vindum ofan af markaðsvæðingu skólakerfisins
  • Eflum faglegt sjálfstæði og sveigjanleika grunnskólakennara í öllum fögum og tryggjum fjármagn til þess
  • Eflum kennslu list-, verk- og tæknigreina
  • Aukum fjölbreytni í skólamötuneytum með grænmetis- og vegan-valkostum
  • Stóreflum safnkost grunnskólabókasafna
  • Eflum móðurmálskennslu og íslenskukennslu fyrir börn með annað tungumál að móðurmáli

Öflugar félagsmiðstöðvar og frístundaheimili

  • Fjölgum heilsársstörfum og komum frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum í varanlegt og viðunandi húsnæði
  • Stóreflum 10-12 ára starf félagsmiðstöðvanna
  • Jöfnum aðgengi barna með félagslegum stuðningi í félagsmiðstöðvum
  • Festum í sessi rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar
  • Styðjum við þarfir 16-18 ára ungmenna um frístundastarf

Barnamenning og öflugt íþróttastarf

  • Opnum barnamenningarhús með skapandi starfi með börnum og fyrir börn
  • Vinnum með íþróttahreyfingunni að því að uppræta einelti og kynferðislega áreitni
  • Fjölgum og stækkum skólahljómsveitir
  • Bjóðum ungu listafólki upp á aðstöðu til æfinga og sköpunar í húsnæði borgarinnar
  • Skoðum möguleikana á að opna vísindasafn fyrir börn og fullorðna í borginni

Bjargir fyrir börnin í borginni

  • Tökum höndum saman við ríkið og tryggjum úrræði sem hægt er að grípa til strax og börn og ungmenni lenda í sálarháska eða fíknivanda
  • Gerum sálfræðimeðferð aðgengilega fyrir öll börn
  • Útrýmum barnafátækt með því að draga úr gjaldtöku í grunnþjónustu við börn og afnemum gjaldtöku í menntakerfinu
  • Minnkum álag á Barnavernd, fækkum málum á hvern ráðgjafa og eflum eftirlit með þjónustunni