Það á að vera gott að búa í Reykjavík. Hér á fólk að vilja lifa, læra, vinna, elska og vera. Þess vegna á að huga vel að félagslegri velferð allra íbúa í Reykjavík og innviðum borgarinnar. Þjónusta við alla aldurshópa og hvers kyns fjölskylduform, hvort sem það eru barnafjölskyldur eða einstaklingar, fólk sem þarf aðstoð við hið daglega líf, fólk sem flytur hingað utan úr heimi eða á bara leið framhjá og dvelur í stuttan tíma. Þjónusta borgarinnar á að mæta þörfum fólks og á að vera veitt á samfélagslegum forsendum. Í borginni á að vera fjölbreytt framboð húsnæðis, fjölbreytt íbúasamsetning í hverfum og öruggur og sanngjarnan leigumarkaður. Við eigum öll að geta fundið okkur stað í borginni