Umhyggja fyrir aldraða

Til að bæta þjónustu við aldraða verður félagsþjónusta Reykjanesbæjar að sameina krafta sína heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Slík sameining veitir betri og skilvirkari þjónustu ásamt betri þjálfun starfsfólks og þ.a.l. aukið öryggi og vellíðan eldri borgara.

Eins og staðan er í dag vinnur hver í sínu horn með slíku áframhaldi verður til óskilvirkt kerfi sem gagnast ekki sem skildi og síst þeim sem mest þurfa á að halda. Vellíðan eldri borgara er aðalatriðið.

Heilbrigðisþjónustu í heimabyggð þarf að stórefla og mikilvægt er að Reykjanesbær ásamt sveitarfélögum sem njóta þjónustu HSS setji þrýsting á ríkisvaldið að auka fjárveitingar til HSS til þess að mæta fjölgun þjónustuþega á svæðinu, a.m.k. fái heilbrigðisþjónustan hér fjárveitingu í samræmi við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu.