Umhverfismál

Allar fyrirhugaðar framkvæmdir um mengandi iðnað eins kísil- og álframleiðslu í Helguvík og nærliggjandi umhverfi íbúabyggðar skal heft með öllum tiltækum ráðum.

Sem dæmi skal breyta skipulagi fyrir Helguvík til að stöðva áframhaldandi rekstrarframkvæmdir fyrir kísilverið United Silicon.  Einnig skal rifta lóðarsamningum við kísilverið Thorsil vegna forsendubrests og vanefnda.

Umhverfisstefna, samþykkt í bæjarstjórn Reykjnesbæjar 20 janúar 2004, kveður á um að hagur íbúa liggi í heilnæmu umhverfi og að úti sem inni verði loft hreint og heilsusamlegt. Með áframhaldandi áformum um mengandi stóriðnað í Helguvík er Reykjanesbær að brjóta gegn samþykktri stefnu bæjarins.

Verndun náttúru-og mannvistarminja í Reykjanesbæ.  Hér má nefna helstu útivistarsvæði eins og Bergið, Helguvík og Leiruna.  Mannvistarminjar eins og Sundhöll Keflavíkur, Vatnsnes-húsið og Svarta Pakkhúsið svo eitthvað sé nefnt. Mannvistarminjar sem þessar eru órjúfanlegur hluti af umhverfi og menningarsögu bæjarins og ber að vernda.

Vinstri græn í Reykjanesbæ telja endurgerð Duushúsa og Fishersshússins vera til fyrirmyndar og sömuleiðis hugmyndir um Verndarsvæði í byggð sem fjallað var um á síðasta ári. Einnig vilja Vinstri græn í Reykjanesbæ efla þátt bæjarins í Reykjanesjarðvangi og Reykjanesfólkvangi í samvinnu við nágrannasveitarfélög og halda þannig verndarhendi yfir náttúruperlum Reykjanesskagans.