Öll stjórnsýslugögn sbr. fjárhagsgögn eiga að vera aðgengileg á vef sveitarfélagsins í takti við kröfur samfélagsins um opna stjórnsýslu og gagnsæi. Eins og staðan er í dag þarf að sækja sérstaklega um gögn sem er bæði tímafrekt og flókið ferli. Aukið gagnsæi eykur traust íbúa sem er hagstætt fyrir alla uppbyggingu til framtíðar.