Sorp og endurvinnsla

Reykjanesbær þarf að vera öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndir hvað varðar sorp og endurvinnslu.  Þriggja kerfa flokkun skal vera við öll heimili.  Banna skal notkun á plastpokum innan tveggja ára og draga úr notkun einnota hluta, ekki síst plasts.

Stórauka á sorpflokkun og endurvinnslu fyrir heimili og fyrirtæki og gera þá þjónustu almenna en ekki valkvæða. Auka þarf fræðslu um umhverfismál og stuðning við íbúa við að temja sér umhverfisvænan lífsstíl. Náttúran á að njóta vafans við alla ákvarðanatöku þannig að gæðum hennar verði skilað áfram til komandi kynslóða. Náttúruauðlindir eru sameign þjóðarinnar og allir íbúar eiga rétt á heilnæmu umhverfi. Standa þarf vörð um neysluvatn og loftgæði án málamiðlana.