Lýðheilsa og forvarnir

Góð heilsa er það dýrmætasta sem hver manneskja á og sveitarfélög hafa bæði samfélagslegan og fjárhagslegan ávinning af því að styðja og hvetja íbúa til heilbrigðs lífernis.

Skipulag þarf að vera á forsendum alhliða heilsueflingar, bæði líkamlegrar og andlegrar, auk þess að hámarka loftgæði.

Einnig skal styðja við gjaldfrjálsa heilsueflingu og forvarnarstarf eldri borgara eins og t.d. verkefni Janusar Guðlautgssonar, sem sýnt hefur fram á að fyrirbyggjandi heilsurækt eflir verulega afkastagetu eldra fólks og lífgæði. Átak til forvarna i málefnum eldri borgara, eins og heilsuefling og bætt þjónusta við heimahjúkrun, mun skila sér margfalt til sveitarfélagsins þ.e. kostnaður lækkar og eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum minnkar þar sem fólk hefur tök á að vera lengur heima.

Allir þurfa að finna að þeir tilheyra samfélaginu, að einstaklingurinn geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Þeir einstaklingar sem eru á örorku eða á framfærslu sveitarfélagsins fái boð frá velferðarsviði um virkniúrræði sem miðar því að draga úr félagslegri einangrun og einmanaleika.