Á kjörtímabilinu höfum við:
- Gegnt formennsku í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar og varaformennsku í skipulagsnefnd.
- Stuðlað að frekari flokkun á heimilissorpi.
- Skipulagt vinnu við nýja umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ. Haldinn var fjölsóttur íbúafundur um stefnuna 22. mars síðastliðinn þar sem bæjarbúar tóku beinan þátt í mótun hennar.
- Tryggt fjármagn til að stemma stigu við útbreiðslu ágengra plöntutegunda, einkum lúpínu og kerfils.
- Haldið opinn íbúafund um umhverfismál á hverju ári.
- Stutt aukna þjónustu Strætó í Helgafellshverfi og Leirvogstungu.
- Sett á dagskrá hugmyndina um friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins sem er hestvagnavegur á Mosfellsheiði frá 19. öld og stórkostlegar menningarminjar.
- Við viljum halda áfram þeirri vinnu í samvinnu við sveitarfélögin austan heiðarinnar.