Á kjörtímabilinu höfum við:
- Aukið gagnsæi í stjórnsýslunni, meðal annars með því að birta fylgiskjöl mála á netinu.
- Gert upptökur frá bæjarstjórnarfundum aðgengilegar.
- Stuðlað að opnu bókhaldi Mosfellsbæjar þar sem upplýsingar eru öllum aðgengilegar.
- Tekið þátt í stefnumótun um umhverfismál og málefni eldri borgara með virkri þátttöku bæjarbúa á fjölsóttum íbúafundi fyrr í vor.
- Unnið að verkefninu Okkar Mosó þar sem íbúar komu að ákvarðanatöku með beinum hætti.