Sveitarfélögum ber að tryggja jafnrétti kynjanna og uppræta kynbundinn launamun. Vinna þarf gegn kynbundnu ofbeldi, klámvæðingu, mansali, vændi og skaðlegum áhrifum staðalmynda. Tryggja þarf jafnréttis- og hinseginfræðslu auk fræðslu um kynbundið ofbeldi í skólum.
Á kjörtímabilinu höfum við:
Stutt hinseginfræðslu í skólum bæjarins.
Unnið að jafnlaunavottun hjá Mosfellsbæ en bærinn fékk gullmerki Jafnlaunavottunar PwC nú í vor.
Endurskoðað verkferla hjá sveitarfélaginu í kjölfar meetoo-byltingarinnar.
Vinstri græn vilja:
Tryggja jafnrétti kynjanna í allri starfsemi sveitarfélagsins og vera á varðbergi gagnvart kynbundnum launamun.
Efla jafnréttis- og kynjafræði í leik- og grunnskólum bæjarins.
Berjast gegn kynbundnu ofbeldi og efla forvarnir og viðbrögð innan stjórnsýslunnar gegn því.
Vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna meðal starfsfólks sveitarfélagsins og stuðla að því að störf innan þess skiptist ekki í kvenna- og karlastörf.
Horfa til jafnréttissjónarmiða í allri ákvarðanatöku í málefnum sveitarfélagsins.