Umhverfi og heilsa

Vinstri græn eru í fararbroddi í umhverfismálum. Umhverfismál eru velferðarmál núlifandi og komandi kynslóða.

Okkur ber að skila af okkur góðu búi og tryggja afkomendum okkar góð lífsskilyrði og gott umhverfi. Að takast á við loftslagsbreytingar og mengun eru þar helstu verkefnin. Heilbrigð sál og líkami þarf heilnæmt umhverfi. VG stefnir að kolefnishlutleysi Kópavogs fyrir árið 2040 og að sett séu raunhæf markmið til að ná því.

Vinstri græn vilja tryggja Kópavogsbúum heilnæmt loft, og vatn, græn svæði til útivistar í öllum hverfum í  göngufæri frá heimilum, gott stígakerfi, bæði samgöngustíga og frístundastíga.  Vinstri græn vilja stórauka vistvænar samgöngur.

  • Íbúum Kópavogs auðveldara með að eiga rafbíl með því að styrkja uppsetningu hleðslustöðva við hús í eldri hverfum og tryggja að hleðslur séu við allar nýbyggingar.
  • Öll ökutæki í eigu Kópavogsbæjar séu knúin umhverfisvænum orkugjöfum.
  • Stefnt sé að því að í auknum mæli aki rafmagnsvagnar skólabörnum í sund og aðrar stuttar ferðir. Mengun frá olíubílum skaðar bö
  • Starfsfólk Kópavogsbæjar sem ferðast til vinnu á með almenningssamgöngum, hjólandi eða gangandi, fái samgöngustyrk.
  • Átak í uppbyggingu stígakerfis, bæði gangandi og hjólandi, sem eru með aðgengi fyrir alla. Hjólreiðar þurfa að vera raunverulegur samgönguvalkostur, allt árið. Tryggja þarf snjómokstur og hreinsun á göngu- og hjólreiðastígum.
  • Gerum bæinn grænan og tryggjum hreinsun og umhirðu í bænum allt árið um kring; þurrlendi, votlendi, lækir, strendur og vötn
  • Stöndum vörð um Fossvogsdal og Kópavogsdal og önnur græn svæði í Kópavogsbæ.
  • Náttúruminjar, neysluvatn og loftgæði þarf að standa vörð um og vernda. Þar gefa Vinstri græn engan afslátt.
  • Vinstri græn vilja auka nýtni, minnka sóun, og auka flokkun og skil flokkuðu sorpi, bæði frá heimilum og fyrirtækjum:
  • Draga úr notkun einnota hluta, ekki síst plasts.
  • Auka þarf fræðslu um umhverfismál og stuðning við íbúa til að temja sér umhverfisvænan lífsstíl
  • Grænkum bæinn og gerum hann fjölskylduvænni; útivistarsvæði í hverju hverfi, í göngufæri.