Þjónusta sveitarfélagsins

Stjórnsýslan á fyrst og fremst að þjóna almenningi.

Stöðugt þarf að hugsa um hvernig hægt er að gera betur og mikilvægt er að auka samtal og samráð. Greina þarf hagsmuni ólíkra hópa og gefa fólki fjölbreyttar leiðir til að koma skoðunum sínum og þörfum á framfæri. Gögn og upplýsingar sem liggja til grundvallar ákvörðunum skulu ávallt vera aðgengileg og upplýsandi með fjölbreyttum hætti nema lög krefjist leyndar. Stefna skal að rafrænni stjórnsýslu í Kópavogi.
Vinstri græn í Kópavogi leggja áherslu sem fyrr á að íbúar hafi sem mest áhrif á mótun samfélagsins. Gegnsæi og gagnvirk þjónusta bætir alla stjórnsýslu og samskipti við bæjarbúa.

Eftirfarandi atriði viljum við leggja áherslu á:

  • Bæta þarf aðgengi íbúa að stjórnsýslu Kópavogs til að tryggja að þeir fái notið þeirra réttinda sem þeim ber.
  • Fjölgað verði þeim tækifærum sem íbúar hafa til að geta haft áhrif á stjórn bæ
  • Framkvæmt verði átakið „Verið velkomin!“, þar sem nýaðfluttir eða nýkomnir Íslendingar eru boðnir velkomnir með ýmsum upplýsingum um bæinn og stjórnsýsluna.
  • Vefsíða Kópavogsbæ Gera þarf vefsíðu Kópavogsbæjar að betri þjónustu- og samskiptatæki fyrir íbúa með meiri gagnvirkni. Vefsíðan þarf að vera á fleiri tungumálum til að nýtast öllum íbúum sem best.

Það er ljóst að miklir hagræðingamöguleikar liggja í þróun og notkun upplýsingatækni. Góð þekking á upplýsingatækni stuðlar að nýsköpun og vexti atvinnulífsins. Þó að Ísland standi framarlega þegar kemur að netnotkun hefur ekki enn tekist að nýta upplýsingatæknina sem skyldi til að einfalda og bæta opinbera þjónustu á ýmsum sviðum