Samgöngur og skipulag

Vinstri græn vilja gera Kópavog hlýlegri, grænni og fjölskylduvænni bæ, sem styður við umhverfisvænan lífssíl sem krefst þess ekki að fólk noti bílinn í öllum sínum ferðum.

Skipulag þarf að vera á forsendum alhliða heilsueflingar, bæði líkamlegrar og andlegrar, auk þess að hámarka loftgæði. Skipulag þarf að stuðla að sjálfbærri þróun, tryggja félagslega blöndun, þannig að sem flest hverfi endurspegli þverskurð samfélags.

Vinna skal áfram að þéttingu byggðar án þess að raska yfirbragði eldri hverfa og tryggja jafnframt verndun menningar– og náttúruminja.

Tryggja þarf heilnæmt loft og vatnsgæði, verndun líffræðilegs fjölbreytileika, ábyrga umgengni og aðgengi almennings að náttúrunni og grænum svæðum til útivistar í göngufjarlægð frá heimilum.

Jafnframt þarf að tryggja aðgengi að verslun og þjónustu í göngufæri. Vinstri græn styðja gerð borgarlínu sem mikilvægan þátt í að minnka umferð. Eflum almenningssamgöngur innanbæjar, ekki síst sem nýtast börnum, eldri borgurum og námsfólki.

Stórauka þarf uppbyggingu stígakerfis og tryggja snjómokstur og hreinsun stíga. Hjólreiðar þurfa að vera öruggur valkostur til samgangna allt árið um kring. Uppbygging nýrra hverfa þarf að styðja við umhverfisvænan lífstíl, svo sem með rafhleðslum fyrir rafbíla og aðstöðu til ítarlegrar sorpflokkunar. Styðja þarf íbúa í eldri hverfum til hins sama. Við leggjum áherslu á að öll samgöngutæki í eigu Kópavogs séu knúin umhverfisvænum orkugjöfum. Jafnframt þau tæki sem þjónusta Kópavog, svo sem skólabílar.
Bæta þarf aðgengi fatlaðra í bænum og tryggja aðgengi allra að útivistarsvæðum.

  • Ljúkum uppbyggingu stígakerfis, fyrir gangandi og hjólandi og tryggjum snjóruðning á stígum. Tryggjum aðgengi fyrir alla í bæ
  • Uppbygging innviða fyrir rafbíla, við stofnanir, fyrirtæki og heimili, bæði í eldri og nýjum hverfum.
  • Samgöngustyrkir til starfsmanna sem nýta sér almenningssamgöngur til og frá vinnu ganga eða hjóla.
  • Stefna að því að rafmagnsvagnar séu notaðir í auknum mæli sem skólabílar og við aðra þjónustu fyrir Kópavogsbú
  • Standa þarf vörð um og bæta við grænum svæðum í hverfum.
  • Allir íbúar hafi græn útivistarsvæði í göngufæri frá heimilum sínum. Öll hverfi séu fjölbreytt, með aðgengi að verslun og þjónustu í göngufæ
  • Endurreistur miðbær – Endurskipulagning Hamraborgarsvæðisins með fjölbreytta notkun í huga. Stuðla að uppbyggingu námsmannaíbúða á svæðinu í stuttri fjarlægð frá þjónustu og hágæða almenningssamgöngum í beinni tengingu við háskólana.
  • Við þéttingu byggðar þarf að leggja áherslu á byggð sem hentar barnafjölskyldum með nægu og öruggu aðgengi að útivist í göngufæri og heilnæmu umhverfi.
  • Endurhanna götumyndir til að minnka umferðarhraða í hverfum, þá sérstaklega nálægt skólum og leikskólum. Gerum betur við gangandi vegfarendur.
  • Stórauka þarf uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæð
  • Vernda þarf yfirbragð eldri hverfa.
  • Samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar húsnæðismál, ekki síst félagslegt húsnæð Öll sveitarfélögin eiga að bera ábyrgð á íbúum svæðisins og ekkert þeirra á að geta skorast undan.
  • Samvinna við ríkið, stéttarfélög og lífeyrirsjóði til að auðvelda fólki að hafa fullnægjandi húsnæði á viðunandi kjö