Ferðamál

Byggjum upp heilsárs ferðaþjónustu við Seltún í Krýsuvík og fleiri náttúruperlum í upplandi Hafnarfjarðar.

Í Krýsuvík koma um 300 þúsund ferðamenn á ári. Vinna þarf deiliskipulag fyrir Seltún til stýringar og verndunar svæðisins.

Hafnarfjarðarbær hafi virkt samstarf við ferðaþjónustufyrirtæki sem sjá tækifæri tengd upplandi bæjarins.

Opnum sérstaka upplýsingamiðstöð ferðamanna í miðbænum fyrir þá sem leggja leið sína til Hafnarfjarðar og veitum gott aðgengi að upplýsingum um það sem bærinn hefur upp á að bjóða.