Atvinnumál

Eflum atvinnulíf og markaðsmál í Hafnarfirði.

Hafnarfjarðarbær á að stuðla að fjölbreyttri, sjálfbærri og vistvænni atvinnustarfsemi með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Hvetjum til frumkvöðla- og nýsköpunarstarfsemi, verum vakandi fyrir nýjum tækifærum og bjóðum fyrirtæki velkomin í Hafnarfjörð.

Mikilvægt er að sveitarfélagið og atvinnulífið taki höndum saman um styttingu vinnuvikunnar, fjölskyldum og samfélaginu til heilla.

Hafnarfjarðarbær á að bjóða upp á störf í tengslum við virkni og endurhæfingu fólks með skerta starfsgetu í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir bæjarins.

Áhersla skal lögð á atvinnumál ungs fólks, fjölbreytt sumarstörf og virkniverkefni í samræmi við aldur og þroska.

Uppræta þarf margþætta mismunun og kyndbundinn launamun. Stuðlum að auknum jöfnuði kynja þegar kemur að náms- og starfsvali og jöfnum aðgengi að fjármagni og ákvarðanatöku, t.d. með kynjaðri fjárhagsáætlunargerð.