Söfnin og stofnanir sveitarfélagsins bera þess glöggt merki að hér er vagga menningar í sínum fjölbreyttustu formum. Safnkosturinn er gríðarlega mikill og viljum við skoða möguleikann á því að fjölga sýningum yfir styttri tíma svo fleiri munir fái notið sín. Menning felst þó í fleiru en því sem alltaf hefur verið og því er mikilvægt að styðja vel við unga listamenn héraðsins hvort sem það felst í aðstöðu til listsýninga eða annars.
Listahátíðin Plan- B er til að mynda mjög vel heppnað framtak sem á vafalaust eftir að stækka og dafna í framtíðinni. Jafnframt er þáttur áhugafólks í menningarlífi sveitarfélagsins stór og við hann þarf að styðja, í því felst meðal annars kórastarf héraðsins, leikfélögin og önnur félög sem leggja til menningarstarfseminnar. Þess vegna ætti sveitarfélagið að leggja meira í menningarsjóð til að gera fleirum kleyft að hljóta stuðning til skapandi verkefna.