Atvinnumál

Borgarbyggð er öflugt sveitarfélag. Stefnt skal að aukinni nýsköpun í atvinnuháttum og fjölgun starfa.

Til þess að það megi verða þarf sveitarfélagið að ýta undir komu nýrra fyrirtækja í sveitarfélagið sem og að styðja við þá atvinnu sem nú þegar er stunduð í héraðinu. Í því samhengi er eðlilegt að sveitarfélagið vinni að því að fá opinberar stofnanir fluttar í Borgarbyggð.

Búa skal fyrirtækjum gott umhverfi þannig að þau nái að dafna með því að halda uppi öflugri grunnþjónustu þ.m.t. íbúðarhúsnæði. Öflugt og fjölbreytt atvinnulíf eflir grunnstoðirnar sem er grundvöllur fyrir þeirri blómlegu byggð sem við viljum sjá allstaðar í sveitarfélaginu.

VG vill styðja við framþróun með því að búa ferðaþjónustunni gott starfsumhverfi svo sem með kynningu og markaðssetningu svæðisins svo ferðaþjónustan geti dafnað í sátt við umhverfið og íbúa. Verkaskipting ríkis og sveitarfélags þarf að að vera skýrari þegar kemur að umsýslu náttúruverndarsvæða svo umhirða þeirra og verndun sé í samræmi við fólksfjöldan sem um þau fer.

Fjölbreyttur landbúnaður styrkir dreifða byggð og VG vill því sjá blómlegan landbúnað í sinni fjölbreyttustu mynd. Til þess þarf sveitarstjórn að beita sér af hörku fyrir lagningu þriggja fasa rafmagns um allt sveitarfélagið og að vegum sé sinnt í samræmi við þörf.