Velferðarmál

Réttlátt samfélag krefst velferðarkerfis sem virðir mannréttindi íbúanna og mætir þörfum þeirra á þeirra forsendum. Aðgengi allra til þátttöku í samfélaginu skal vera tryggt. Mikilvægt er að tryggja aðgengi íbúa að stefnumótun, ákvarðanatökum og þjónustu og hafa þannig valdeflingu, samráð og virðingu fyrir notendum þjónustunnar að leiðarljósi. VG Akureyri vill:

  • Hjálpa fólki til sjálfshjálpar
  • Samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu og gera þjónustuna notendastýrða og sveigjanlega
  • Fjölga félagslegu húsnæði og gera langtímaáætlun sem endurskoðuð er reglulega í takt við þróun leiguverðs á almennum markaði
  • Bjóða sómasamleg og mannvinsamleg úrræði fyrir heimilislaust fólk innan íbúasvæða bæjarins
  • Tryggja langveikum einstaklingum búsetuúrræði og skammtímaþjónustu
  • Taka á móti hælisleitendum og tryggja þjónustu við þá
  • Að rekstur öldrunarheimila Akureyrar verði áfram í höndum bæjarins