- Efla og bæta almenningssamgöngur innan bæjar og til bæjarins í lofti, láði og legi
- Útvíkka og efla strætókerfið og tryggja aðgengi allra að því
- Auðvelda börnum að nota strætó með því að hafa leiðbeinendur í vögnunum seinni part dags, þeim til aðstoðar
- Bæta almenningssamgöngur við eyjabyggðir Akureyrar
- Fylgja eftir skipulagsstefnu um þéttingu byggðar
- Viðhaldsátak á gangstígum og hjólaleiðum ásamt því að klára tengingar á öllum leiðum
- Ráðast í löngu tímabæra byggingu samgöngumiðstöðvar miðsvæðis í bænum
- Efla Akureyrarflugvöll bæði sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll og sjálfstæðan millilandaflugvöll