Menntamál

Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu. VG Akureyri vill:

  • Gera leik – og grunnskólamenntun, frístundastarf og skólamáltíðir endurgjaldslausar í áföngum
  • Auka stuðningsþjónustu við börn í leik-og grunnskóla, ekki síst við börn með annað móðurmál en íslensku
  • Eiga samstarf og samtal við starfsfólk og kennara leik- og grunnskóla um hvernig sveitarfélagið geti stutt við skólastarf sem best
  • Meta innleiðingu hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar og kanna hvort frekari stuðning vantar
  • Auka jafnréttis- og kynfræðslu
  • Fækka nemendum á hvern kennara bæði í grunn- og leikskólum í takti við óskir starfsfólks
  • Bæta starfsaðstöðu nemenda og annars starfsfólks í samráði við heimili og skóla