Atvinnumál

Akureyrarbær er einn stærsti vinnustaður í sveitarfélaginu. Sem slíkum ber honum að vera í farabroddi er kemur að velferð og vellíðan starfsfólks. Umfram það að standa vel að eigin rekstri á bærinn að stuðla að frumkvöðladrifinni, fjölbreyttri, sjálfbærri og umhverfisvænni atvinnustarfsemi með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. VG Akureyri vill:

  • Skapa jákvæða hvata fyrir nýsköpun og vera vakandi fyrir vannýttum tækifærum og samlegð við stofnanir og fyrirtæki sem fyrir eru
  • Kanna fjölbreytta og umhverfisvæna orkuöflun á svæðinu til að knýja atvinnulíf bæjarins til framtíðar
  • Stuðla að framgangi endurnýjunar núverandi byggðalínu Landsnets
  • Að sveitarfélög og atvinnulíf taki höndum saman um betra samfélag fjölskyldum til heilla og styttri vinnuviku