Skapa þarf betri og fleiri tjaldstæði í göngufæri við miðbæinn sem mun styrkja verslun og þjónustu á Hafnargötunni.
Reykjanesbær geri kröfur að hluti af þeim hagnaði sem myndast af ferðaþjónustu verði eftir á svæðinu til uppbyggingar ferðaþjónustu t.d. tjaldsvæða.
Fólk af erlendum uppruna sem flytur til Reykjanesbæjar þarf að hafa aðgengi að miðlægu setri sem veitir þær upplýsingar sem fólk þarf á að halda í daglegu lífi. Innflytjendur og flóttafólk þarf að fá aðgengi að túlkaþjónustu, stuðningsþjónustu varðandi skóla og heilbrigðisþjónustu. Foreldrar af erlendum uppruna eiga rétt á túlkaþjónustu í skólum og á heilsugæslu.