Vinna skal að þéttingu byggðar í bæjum og borgum, en tryggja jafnframt verndun náttúruminja, heilnæmt loft og vatnsgæði, verndun líffræðilegs fjölbreytileika, ábyrga umgengni og aðgengi almennings að náttúrunni og grænum svæðum til útivistar í göngufjarlægð frá heimilum. Góðar og ódýrar almennings-samgöngur innan og á milli byggðarlaga. Hjóla-, reið- og göngustígar verði sjálfsagður hluti vegakerfisins. Við uppbyggingu nýrra hverfa þarf að gera ráð fyrir umhverfisvænum lífstíl, svo sem rafhleðslu fyrir rafbíla og aðstöðu til ítarlegrar sorpflokkunar. Við leggjum áherslu á að öll samgöngutæki í eigu sveitarfélaga séu knúin umhverfisvænum orkugjöfum.