Húsnæðismál

Öruggt og heilsusamlegt húsnæði er mannréttindi og skal vera tryggt öllum til handa, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra. Í öllum sveitarfélögum þurfa búsetukostir að vera fjölbreyttir, þannig að fólk eigi raunverulegt val um búsetu.

Sveitarfélög þurfa að styðja við uppbyggingu leiguhúsnæðis. Fjölga þarf húsnæðiskostum sem í boði eru á félagslegum forsendum og hefja viðræður við ríkið til að auka aðgang efnaminna fólks að félagslegum lánum til fasteignakaupa. Mikilvægt er að Reykjanesbær standi að byggingu húsnæðis fyrir fatlaða en þörfin er brýn og sá málaflokkur er á hendi sveitarfélaga.