Jafnréttismál

Jafnrétti er ekki einkamál kvenna, allir þurfa að fara saman í bátana og setja viljann í verkið.

Sveitarstjórnum ber að tryggja jafnrétti kynja. Uppræta þarf margþætta mismunun, kynbundinn launamun, stuðla að auknum jöfnuði kynja þegar kemur að náms- og starfsvali og jafna aðgengi að fjármagni og ákvarðanatöku, t.d. fjárhagsáætlunargerð og þátttökulýðræði óháð kyni. Sveitarfélögum ber að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, klámvæðingu, mansali og vændi og vinna gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda. Tryggja skal jafnréttis- og hinseginfræðslu auk fræðslu um kynbundið ofbeldi í öllu skóla- og uppeldisstarfi ásamt því að veita slíka fræðslu starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins.