Sem dæmi skal breyta skipulagi fyrir Helguvík til að stöðva áframhaldandi rekstrarframkvæmdir fyrir kísilverið United Silicon. Einnig skal rifta lóðarsamningum við kísilverið Thorsil vegna forsendubrests og vanefnda.
Umhverfisstefna, samþykkt í bæjarstjórn Reykjnesbæjar 20 janúar 2004, kveður á um að hagur íbúa liggi í heilnæmu umhverfi og að úti sem inni verði loft hreint og heilsusamlegt. Með áframhaldandi áformum um mengandi stóriðnað í Helguvík er Reykjanesbær að brjóta gegn samþykktri stefnu bæjarins.
Verndun náttúru-og mannvistarminja í Reykjanesbæ. Hér má nefna helstu útivistarsvæði eins og Bergið, Helguvík og Leiruna. Mannvistarminjar eins og Sundhöll Keflavíkur, Vatnsnes-húsið og Svarta Pakkhúsið svo eitthvað sé nefnt. Mannvistarminjar sem þessar eru órjúfanlegur hluti af umhverfi og menningarsögu bæjarins og ber að vernda.
Vinstri græn í Reykjanesbæ telja endurgerð Duushúsa og Fishersshússins vera til fyrirmyndar og sömuleiðis hugmyndir um Verndarsvæði í byggð sem fjallað var um á síðasta ári. Einnig vilja Vinstri græn í Reykjanesbæ efla þátt bæjarins í Reykjanesjarðvangi og Reykjanesfólkvangi í samvinnu við nágrannasveitarfélög og halda þannig verndarhendi yfir náttúruperlum Reykjanesskagans.