Eins og staðan er í dag vinnur hver í sínu horn með slíku áframhaldi verður til óskilvirkt kerfi sem gagnast ekki sem skildi og síst þeim sem mest þurfa á að halda. Vellíðan eldri borgara er aðalatriðið.
Heilbrigðisþjónustu í heimabyggð þarf að stórefla og mikilvægt er að Reykjanesbær ásamt sveitarfélögum sem njóta þjónustu HSS setji þrýsting á ríkisvaldið að auka fjárveitingar til HSS til þess að mæta fjölgun þjónustuþega á svæðinu, a.m.k. fái heilbrigðisþjónustan hér fjárveitingu í samræmi við aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu.