Fjármál

Traustur fjárhagur sveitarfélaga er forsenda fyrir öllum framkvæmdum og rekstri á vegum þeirra. Gætt hefur verið aðhalds í fjármálum Mosfellsbæjar á kjörtímabilinu og unnið af ábyrgð og stefnufestu. Ekkert annað sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu státar af jafn mikilli uppbyggingu og Mosfellsbær um þessar mundir en þrátt fyrir þessu miklu umsvif hefur skuldahlutfall bæjarins lækkað.

Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og á undanförnum árum hefur rekstur hans miðað að því að ná jákvæðri niðurstöðu. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2017 var rekstrarafkoman jákvæð um 560 mkr. Fjölgun íbúa ásamt traustum og ábyrgum rekstri leiðir til þessarar niðurstöðu. Þar hafa bæði kjörnir fulltrúar og starfsmenn unnið mikið og gott starf, saman myndum við eina liðsheild sem skilar þeim góða árangri sem blasir við í dag.

Á kjörtímabilinu höfum við:

  • Lækkað skuldahlutfall Mosfellsbæjar.
  • Lækkað álögur á Mosfellinga, meðal annars verð á heitu vatni.
  • Hækkað frístundaávísun svo um munar fyrir barnafjölskyldur eða um 280%! Barnmargar fjölskyldur hafa fengið sérstaka hækkun.
  • Lækkað leikskólagjöld, einnig hefur leikskólaaldurinn verið færður niður í 13 mánaða aldur.

Vinstri græn vilja:

  • Sýna áframhaldandi aðhald og hagsýni í rekstri bæjarfélagsins.
  • Að gjöldum á bæjarbúa verði stillt í hóf, einkum á barnafjölskyldur.
  • Að rekstur á stofnunum Mosfellsbæjar verði á vegum sveitarfélagsins, ekki einkaaðila.