Menningarlíf í Mosfellsbæ er gróskumikið og nauðsynleg kjölfesta sem auðgar samfélagið okkar. Vinstri-græn leggja áherslu á að sveitarfélagið styðji myndarlega við bakið á þessari fjölbreyttu starfsemi í samvinnu við félagasamtök, einstaklinga, fyrirtæki og skólasamfélagið. Í því samhengi má nefna ýmsa árvissa viðburði, til dæmis menningarvor á Bókasafni Mosfellsbæjar, þrettándagleði og bæjarhátíðina Í túninu heima. Í Mosfellsbæ býr og starfar fjöldi frábærra listamanna sem hefur látið mikið að sér kveða, bæði innanlands og utan-.