Aðgengi allra hópa samfélagsins að lífsins gæðum á að vera tryggt, óháð aldri, heilsu og þjóðerni. Við viljum barnvænt samfélag sem hlúir að börnum og fjölskyldum þeirra. Vinstri-græn leggja áherslu á að öllum börnum séu tryggð þau réttindi sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Eitt af því sem skiptir sköpum fyrir öryggi barna og fjölskyldur þeirra er að fólk eigi val um búsetu og búsetukostir séu bæði fjölbreyttir og heilsusamlegir. Fjölga þarf húsnæðiskostum sem eru í boði á félagslegum forsendum.