Á kjörtímabilinu höfum við:
- Ýmist gegnt formennsku eða varaformennsku í íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.
- Hækkað frístundaávísanir fyrir barnafjölskyldur um tæp 280 %.
Stutt við stofnun ungmennahúss sem hefur aðsetur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. - Tekið ákvörðun um byggingu knatthúss á Varmársvæðinu. Húsið er komið á hönnunarstig.
- Komið á fót föstum fjölskyldutímum í íþróttahúsinu á Varmá sem hafa notið mikilla vinsælda.
- Látið setja upp íþróttatæki utandyra í alfaraleið.
- Unnið að uppbyggingu í Ævintýragarðinum.
- Endurnýjað gervigrasið á völlum bæjarins.