Fræðslumál

Menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og vinstri-græn leggja megináherslu á öflugt og metnaðarfullt skólastarf. Skólarnir okkar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu, öll börn eiga að hafa sömu tækifæri til að þroskast og dafna, óháð námsgetu og efnahag foreldranna.

Sveitarfélögin byggja og reka bæði leikskólana og grunnskólana og um þessar mundir standa yfir byggingarframkvæmdir við fyrsta áfanga Helgafellsskóla. Áætlað er að sá áfangi verði tekinn í notkun um næstu áramót. Heildarbyggingarkostnaður skólans er vel á fjórða milljarð króna og hann mun gerbreyta sviðsmyndinni í húsnæðismálum skólanna í Mosfellsbæ.

Á kjörtímabilinu höfum við:

  • Gegnt varaformennsku í fræðslunefnd.
  • Gert Brúarlandshúsið að kennsluhúsnæði fyrir börn úr Varmárskóla.
  • Fjölgað stöðugildum í tónlistarkennslu á vegum bæjarins.
  • Unnið að byggingu 1. áfanga Helgafellsskóla sem verður tekinn í notkun í ársbyrjum 2019.
  • Unnið að því að ungbarnadeild var sett á laggirnar í leikskólum bæjarins og samið við ungbarnaskóla í Reykjavík um pláss fyrir börn úr Mosfellsbæ.
  • Gert stórátak í upplýsingatæknimálum grunnskólanna.

Vinstri græn vilja:

  • Að gerð verði áætlun um að eyða biðlistum fyrir tónlistarnám í Listaskóla Mosfellsbæjar.
  • Vinna áfram markvisst að byggingu 2.-4. áfanga Helgafellsskóla.
  • Að unnið sé gegn einelti í skólum með öllum tiltækum ráðum.
  • Bæta kjör leikskólakennara og stefna að því að leikskólagjöld verði felld niður í áföngum.
  • Stefna að því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar og lögð verði áhersla á heilsueflandi fæði.
  • Leggja mikla áherslu á sérkennslu, verkmenntun, jafnréttis- og umhverfisfræðslu í skólum bæjarins, bæði í grunnskólum og FMOS.
  • Að bilið milli grunn- og framhaldskóla verði brúað með því styrkja samvinnu þessara skólastiga.
  • Samþætta betur tómstundir og skólastarf og stytta þannig vinnudag barnanna.