Reykjavík iðar af fjölbreytni, lífi og fjöri, fólk er atorkusamt og horfir fram á veginn, skapar, framkvæmir og upplifir. Reykvíkingar búa við það lán að geta bæði verið í skarkala mannlífsins og hringiðu menningar, lista og fjölbreyttrar afþreyingar en líka upplifað mikla nálægð við ósnortna náttúru, hafið og dýralíf. Hvort tveggja er sérstaða sem við verðum að vanda okkur við að hlúa að. Fjölbreytt menningarlíf og ákveðnari skref í umhverfismálum borgarinnar á að vera lykilatriði í öllu skipulagi og ákvörðunum svo við getum búið til borg fyrir bæði menn, gróður og dýr