Snjalla og lýðræðislega Reykjavík

Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í lýðræðistilraunum, þar sem verkefnið „Hverfið mitt“ hefur verið áberandi. Við þurfum hins vegar að leita fleiri leiða til þess að borgarbúar geti haft aðkomu að málum sem varða þá. Í lýðræðissamfélagi dugir skammt að þátttaka borgara sé aðeins bundin við kosningar fjórða hvert ár. Öllum ætti að vera orðið ljóst að frjótt og gott lýðræði einkennist fyrst og fremst af virku samtali. Þar er algert grundvallaratriði að borgarbúar geti haft aðkomu að þeim ákvörðunum sem þá varða og að þegar þeir fá að taka þátt sé framlag þeirra sannarlega tekið með í reikninginn

Valdið til fólksins

  • Fleiri ákvarðanir teknar af íbúum, m.a. með íbúakosningum og íbúaþingum
  • Metum hvort Miklabraut eigi að fara í stokk með aðferðum rökræðukönnunar þar sem íbúar komast að upplýstri niðurstöðu með samtali
  • Höfum lýðræðislegt samráð um að opna Laugaveg varanlega fyrir gangandi umferð
  • Opnum grasrótarmiðstöð og eflum félagslegan auð samfélagsins
  • Gerum tilraunir með val á fulltrúum í hverfisráð

Snjöll og rafræn Reykjavík

  • Innleiðum snjallar lausnir í velferðarþjónustu og í stoðþjónustu við börn
  • Klárum rafvæðingu í þjónustu borgarinnar og færum hana nær íbúum
  • Þátttökufjárhagsáætlunargerð verði þróuð áfram með það fyrir augum að stærri þættir fjárhagsáætlunar fari fyrir íbúa Reykjavíkur