Græna Reykjavík

Stígum enn stærri græn skref í Reykjavík og grípum til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum

  • Bætum almenningssamgöngur og komum borgarlínunni í framkvæmd
  • Leggjum fleiri hjólastíga í Reykjavík og búum til betri og öruggari tengingar
  • Fjölgum grænum svæðum í göngufæri
  • Minnkum matarsóun og gerum Reykjavík veganvæna
  • Fleiri hlöður um alla borg – fjölgum rafhleðslustöðum í bílastæðahúsum og í götum
  • Einföldum stjórnsýsluna með aukinni snjallþjónustu í Reykjavík
  • Flokkum enn meira og hefjum lífræna flokkun
  • Gerum græna fjárhagsáætlun og tryggjum að öll innkaup borgarinnar séu vistvæn
  • Hlúum betur að náttúrulegum og friðlýstum svæðum innan borgarinnar
  • Mörkum stefnu um aukin loftgæði í Reykjavík og vinnum gegn svifryki og loftmengun
  • Stóraukum kolefnisbindingu, endurheimtum votlendi og blásum til sóknar í skógrækt í borgarlandinu