Frjálsa og réttláta Reykjavík

Við viljum öll vera frjáls og laus undan oki og ofbeldi, Reykjavík á að vera þannig borg. Byggjum samfélagið á femínískum gildum kvenfrelsis, mannréttinda og fjölmenningar skilyrðislaust. Eitt af stóru verkefnum kvenfrelsisbaráttunnar er að bæta kjör fjölmennra kvennastétta. Í femínísku Reykjavík gefum við engan afslátt af kvenfrelsi og réttindum hinsegin fólks og annarra jaðarsettra hópa í samfélaginu. Femínískar byltingar undanfarinna áratuga eru til marks um hugarfarsbreytingu sem hefur orðið í samfélaginu og við ætlum að halda áfram að vinna að mikilvægum samfélagsbreytingum svo að jafnrétti verði náð

Útrýmum kynbundnu ofbeldi

  • Vinnum markvisst að því að útrýma kynbundu ofbeldi með markvissum aðgerðum í samstarfi við lögreglu, heilbrigðis- og menntakerfi
  • Virkjum karlmenn sérstaklega í baráttunni gegn skaðlegri karlmennsku
  • Bregðumst við frásögnum kvenna af erlendum uppruna um ofbeldi og fordóma
  • Eflum kynjafræðikennslu í leik- og grunnskólum og vinnum gegn staðalmyndum kynja

Fjölmenningarborgin Reykjavík

  • Opnum þjónustumiðstöð fyrir innflytjendur í borginni í anda Bjarkarhlíðarmódelsins í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög
  • Lögum upplýsingaefni borgarinnar að ólíkum hópum innflytjenda frá öðrum tungumálasvæðum til að auka virkni þeirra í samfélaginu
  • Styðjum innflytjendur til þátttöku í samfélaginu með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur
  • Ráðum tengilið innflytjenda í hverfum til reynslu og stuðlum þannig að gagnkvæmri aðlögun

Hinseginborgin Reykjavík

  • Gerum þjónustu borgarinnar aðgengilegri fyrir hinsegin fólk
  • Festum hinsegin félagsmiðstöð unglinga í sessi
  • Stóraukum hinseginfræðslu í leikskólum, grunnskólum og á starfsstöðvum Reykjavíkurborgar
  • Eflum þekkingu fagfólks á stöðu transbarna og gerum grunnskóla transvæna

Leiðréttum laun hjá tekjulægstu hópunum

  • Klárum að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg
  • Útrýmum stöðluðum hugmyndum um hefðbundin karla- og kvennastörf og aukum þannig náms- og starfsval ungs fólks
  • Vinnum að breyttu gildismati á verðmætasköpun starfsgreina
  • Vinnum gegn skaðlegum staðalmyndum á vinnustöðum Reykjavíkurborgar