Gerum enn betur í Reykjavík

Reykjavík á að rúma okkur öll – fólkið sem býr í borginni og fólkið sem vill flytja í borgina – sama hvernig við erum og sama hvaðan við komum

Við eigum öll skilið jöfn tækifæri til lífs og leiks og því viljum við Vinstri græn koma til leiðar með sterkara menntakerfi og velferðarþjónustu, öruggu húsnæði, góðum almenningssamgöngum og borgarskipulagi sem tekur tillit til alls þess mannlega en líka náttúrunnar og umhverfisins.

Við vitum að fólki líður best þegar það er frjálst og óheft –undan kröfum samtímans, staðalmyndum kynjanna og hvers kyns ofbeldi en líka þegar það þarf ekki að hafa áhyggjur af hinu daglega amstri og að ná endum saman í Reykjavík.

Og við vitum að fólk þarf að lyfta andanum, bæði í einrúmi og í félagsskap við aðra, sækja söfn og kaffihús, fara í sund og í göngutúra eða á leikvöll eða einfaldlega skjótast til kaupmannsins á horninu. Og allt þetta má gera í Reykjavík. Borgin er fólkið sem í henni býr og fólkið sem hana skapar með tilveru sinni, hugviti, væntumþykju og auðvitað líka hversdagsleikanum.

Við Vinstri græn erum ánægð með höfuðborgina okkar og við viljum halda áfram og gera enn betur í Reykjavík. Með ykkur öllum.

Gerum Reykjavík vinstri græna eftir kosningarnar.