Andrýmið í Reykjavík

Reykjavík iðar af fjölbreytni, lífi og fjöri, fólk er atorkusamt og horfir fram á veginn, skapar, framkvæmir og upplifir. Reykvíkingar búa við það lán að geta bæði verið í skarkala mannlífsins og hringiðu menningar, lista og fjölbreyttrar afþreyingar en líka upplifað mikla nálægð við ósnortna náttúru, hafið og dýralíf. Hvort tveggja er sérstaða sem við verðum að vanda okkur við að hlúa að. Fjölbreytt menningarlíf og ákveðnari skref í umhverfismálum borgarinnar á að vera lykilatriði í öllu skipulagi og ákvörðunum svo við getum búið til borg fyrir bæði menn, gróður og dýr

Menning fyrir okkur öll

  • Tryggjum söfnum og menningarstofnunum í Reykjavík góð starfs- og vaxtarskilyrði og faglegt frelsi
  • Við viljum öflug menningarhús í hverfabókasöfnunum
  • Við ætlum að auka aðgengi fólks að menningu, meðal annars með afslöppuðum sýningum og táknmálstúlkun
  • Aukum áherslu á fjölþjóðlega menningu og aukum aðgengi og þátttöku innflytjenda að listviðburðum borgarinnar
  • Fleiri hátíðir og öflugri menningarstarfssemi út í hverfin
  • Lyftum umhverfi okkar upp með fleiri útilistaverkum, gosbrunnum og veggjalist og fjölgum verkum eftir konur í borgarlandinu og gerum þær sýnilegar

Stærri græn skref

  • Stígum fastar til jarðar i umhverfisvernd í Reykjavík, aukum loftgæði og vatnsgæði og bætum frárennslismál
  • Hefjum framkvæmdir við borgarlínu í samvinnu við ríkið
  • Aukum tíðni ferða og bætum leiðakerfi Strætó
  • Fjölgum hjólastígum og rafhleðslustöðvum og gerum bílaflota borgarinnar vistvænan
  • Stofnum gestastofu um náttúrufræðslu í Reykjavík og fræðum íbúa um náttúru og menningararf

Flokkum meira og sóum minna

  • Flokkum meira sorp og byrjum að flokka lífrænt
  • Komum í veg fyrir matarsóun og gerum Reykjavík veganvæna
  • Drögum stórlega úr innkaupum, einnota umbúðum og plasti í borginni
  • Drögum úr neyslu með vitundarvakningu til borgarbúa
  • Gerum meiri kröfur til vistvænna innkaupa og innleiðum græna fjárhagsáætlunargerð

Manngert og skipulagt umhverfi

  • Hugsum um heilsu fólks við skipulag samgangna og byggðar
  • Framfylgjum Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 og höldum áfram að búa til sjálfbær hverfi
  • Fáum íbúa með okkur í lið við skipulagningu í nærumhverfi þeirra
  • Fleiri gróðursæla almenningsgarða í þéttri borg
  • Verndum eldri byggð og stöndum vörð um söguleg hús

Græn svæði í göngufæri

  • Verndum ósnerta náttúru og líffræðilega fjölbreytni í borgarlandinu
  • Ráðum borgarlandverði til að sinna fræðslu og náttúruvernd
  • Eflum samstarf við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um verndun náttúruverndarsvæða
  • Bætum gönguleiðir og hjólastíga á milli þéttbýlis og útivistarsvæða

Ferðaþjónusta í sátt við borgarbúa og náttúru

  • Sköpum sátt milli íbúa, ferðamanna og ferðaþjónustunnar með skýrri stefnumótun um ferðaþjónustu í Reykjavík
  • Bætum biðskýli á rútustæðum fyrir ferðamenn
  • Hefjum samstarf við leiðsögumenn um námskeið til að auka þekkingu þeirra á sögu og menningu borgarinnar
  • Útivistar- og náttúruperlur í Reykjavík, á borð við Bláfjöll, Esjuna, Viðey og Öskjuhlíð, séu gerðar aðgengilegri með almenningssamgöngum
  • Lyftum margvíslegri sögu borgarinnar upp með aðgengilegum upplýsingaskiltum í borgarlandinu