Að koma undir sig fótunum

Það á að vera gott að búa í Reykjavík. Hér á fólk að vilja lifa, læra, vinna, elska og vera. Þess vegna á að huga vel að félagslegri velferð allra íbúa í Reykjavík og innviðum borgarinnar. Þjónusta við alla aldurshópa og hvers kyns fjölskylduform, hvort sem það eru barnafjölskyldur eða einstaklingar, fólk sem þarf aðstoð við hið daglega líf, fólk sem flytur hingað utan úr heimi eða á bara leið framhjá og dvelur í stuttan tíma. Þjónusta borgarinnar á að mæta þörfum fólks og á að vera veitt á samfélagslegum forsendum. Í borginni á að vera fjölbreytt framboð húsnæðis, fjölbreytt íbúasamsetning í hverfum og öruggur og sanngjarnan leigumarkaður. Við eigum öll að geta fundið okkur stað í borginni

Réttláta Reykjavík

  • Hækkum fjárhagsaðstoð, setjum framfærsluviðmið fyrir borgina og útrýmum fátækt
  • Fjölgum úrræðum fyrir börn og setjum viðmið um hámarkstíma við vinnslu mála
  • Vinnum í anda skaðaminnkandi nálgunar og Húsnæði fyrst-hugmyndafræðinnar
  • Endurvekjum dagþjónustu fyrir utangarðsfólk í borginni
  • Stöndum vörð um borgarrekna velferðarþjónustu og útvistum ekki viðkvæmri þjónustu við fólk
  • Reykjavíkurborg móti sér stefnu um ásættanlegan launamun milli hæstu og lægstu launa hjá borginni

Réttindamiðuð þjónusta við fatlað fólk

  • Gerum tímasetta áætlun um innleiðingu NPA svo að fatlað fólk geti lifað sjálfstæðu lífi í Reykjavík
  • Fjölgum búsetuúrræðum sem mæta þörfum fatlaðs fólks og geðfatlaðs
  • Komum á stuðningsþjónustuteymum sem veita þjónustu á forsendum fatlaðs fólks
  • Bjóðum fötluðu fólki störf hjá Reykjavíkurborg og hrindum í framkvæmd áætlun um starfsendurhæfingu og virkniúrræði
  • Stofnum styrkjapott Ferlinefndar fatlaðs fólks sem félög/fyrirtæki geta sótt í til að laga aðgengismálin hjá sér

Húsnæði fyrir fólk, ekki fjármagn

  • Endurreisum verkamannabústaðakerfið
  • Styðjum enn frekar við félagslega rekin leigufélög
  • Útrýmum biðlistum fyrir fólk í brýnni þörf eftir félagslegu leiguhúsnæði
  • Fjölgum félagslegum leiguíbúðum um 600 á kjörtímabilinu
  • Náum tvíhliða samningum við Airbnb og endurheimtum húsnæði sem er farið af langtímaleigumarkaði undir ferðamennsku