Að eldast í Reykjavík

Fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að eldast í sífellt vaxandi og stækkandi borg. Reykjavíkurborg verði aldursvæn borg þar sem eldra fólk hefur val um búsetu og þjónustu og fær að njóta lífsins á þann máta sem það kýs

Heilsuefling og lífsgleði eldra fólks

  • Tökum í gagnið menningar- og lýðheilsukort fyrir eldra fólk
  • Fjölgum verkefnum sem stuðla að samveru kynslóða á borð við háskólanema sem leigja íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum fyrir aldraða
  • Klárum innleiðingu endurhæfingar í heimahúsi
  • Við skipulag borgarinnar þarf að taka tillit til þarfa eldri borgara
  • Innflytjendur og hinsegin fólk eldist líka. Fræðum starfsfólk um ólíka stöðu eldra fólks í samfélaginu
  • Lækkum gjaldskrár á eldra fólk sem býr við fátækt

Húsnæði og þjónusta fyrir eldra fólk

  • Fjölgum hjúkrunarrýmum um 200 á kjörtímabilinu
  • Eflum heimaþjónustu og heimahjúkrun með auknum fjárveitingum frá ríkinu og komum á fót sérhæfðri heimahjúkrun fyrir heilabilaða
  • Aukum framboð af fjölbreyttum búsetukostum fyrir eldra fólk