Menning og listir

Sveitarfélög eiga að skapa aðstæður fyrir blómlegt og fjölbreytt lista-og menningarlíf sem á að vera aðgengilegt  fyrir alla. Styðja skal við  sköpun og frumkvæði með áherslu á þátttöku barna og unglinga.

Slíkur stuðningur skilar sér margfalt í betra og fjölbreyttara samfélagi og aukinni hagsæld. Aðstaða til að íbúar geti stundað menningu og listir glæðir sveitarfélögin lífi og gerir þau eftirsóknarverð til búsetu og heimsókna.

Reykjanesbær þarf að styðja og styrkja grasrótina til að viðhalda heilbrigðri stjórnsýslu og hvetja íbúa, unga sem aldna, til þáttöku í mótun samfélagsins. Menningarminjar eins og Sundhöll Keflavíkur, Svarta Pakkhúsið og Vatneshúsið eiga mikla sögu í lífi bæjarbúa sem nauðsynlegt er að vernda.