Stjórnsýsla og íbúalýðræði

Stjórnsýslan á að þjóna almenningi og stöðugt þarf að huga að því hvernig hægt sé að bæta hana. Gögn og upplýsingar, sem liggja til grundvallar ákvörðunum, skulu ávallt vera upplýsandi og öllum aðgengileg, nema lög kveði á um annað. Stefnt skal að rafrænni stjórnsýslu í sveitarfélögum.

Íbúalýðræði er mjög mikilvægt og tryggja þarf bæjarbúum aðkomu að stefnumótun og ákvarðanatöku. Hægt er að gera það með ýmsum hætti, til dæmis opnum fundum, skoðanakönnunum og íbúakosningu.

Á kjörtímabilinu höfum við:

  • Aukið gagnsæi í stjórnsýslunni, meðal annars með því að birta fylgiskjöl mála á netinu.
  • Gert upptökur frá bæjarstjórnarfundum aðgengilegar.
  • Stuðlað að opnu bókhaldi Mosfellsbæjar þar sem upplýsingar eru öllum aðgengilegar.
  • Tekið þátt í stefnumótun um umhverfismál og málefni eldri borgara með virkri þátttöku bæjarbúa á fjölsóttum íbúafundi fyrr í vor.
  • Unnið að verkefninu Okkar Mosó þar sem íbúar komu að ákvarðanatöku með beinum hætti.

Vinstri græn vilja:

  • Tryggja stöðugt og gagnvirkt upplýsingastreymi milli bæjaryfirvalda og íbúa.
  • Bæta íbúagáttina á heimasíðu Mosfellsbæjar.
  • Að nefndir bæjarins haldi að minnsta kosti einn fund árlega sem er opinn almenningi.
  • Að verkefnið „Okkar Mosó“ haldi áfram með reglubundnum hætti.