Íþrótta- og tómstundamál

Blómlegt íþrótta- og tómstundastarf er nauðsynlegt í öllum sveitarfélögum og í Mosfellsbæ byggist það einkum á samvinnu bæjarfélagsins og félagasamtaka, til dæmis Ungmennafélagsins Aftureldingar, hestamannafélagsins Harðar og Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

Aðstaða til íþrótta- og tómstundaiðkunar er góð í Mosfellsbæ en sífellt er þörf á að bæta hana í ört stækkandi samfélagi. Vinstri-græn vilja styrkja stoðir alls íþróttalífs og tómstundastarfs í bænum. Það skilar sér margfalt tilbaka, er bæði heilsueflandi og hefur mikið forvarnargildi.

Á kjörtímabilinu höfum við:

  • Ýmist gegnt formennsku eða varaformennsku í íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar.
  • Hækkað frístundaávísanir fyrir barnafjölskyldur um tæp 280 %.
    Stutt við stofnun ungmennahúss sem hefur aðsetur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar.
  • Tekið ákvörðun um byggingu knatthúss á Varmársvæðinu. Húsið er komið á hönnunarstig.
  • Komið á fót föstum fjölskyldutímum í íþróttahúsinu á Varmá sem hafa notið mikilla vinsælda.
  • Látið setja upp íþróttatæki utandyra í alfaraleið.
  • Unnið að uppbyggingu í Ævintýragarðinum.
  • Endurnýjað gervigrasið á völlum bæjarins.

Vinstri græn vilja:

  • Styrkja enn frekar samstarf sveitarfélagsins og íþrótta- og tómstundafélaga í Mosfellsbæ.
  • Efla hlut almenningsíþrótta í bænum og gera öllum aldursflokkum kleyft að stunda hreyfingu við sitt hæfi.
  • Að áfram verði gengið frá merkingu á göngu-, hjóla- og reiðleiðum í bæjarfélaginu.
  • Styrkja félagsstarf ungmenna í Bólinu og ungmennahúsi og efla samráð við ungmennaráð Mosfellsbæjar.
  • Skapa aðgengi barna og ungmenna að fjölbreyttri aðstöðu fyrir list- og nýsköpun.
  • Að allri gjaldtöku fyrir íþrótta- og tómstundastarf verði stillt í hóf.