Atvinnu- og ferðamál

Sveitarfélögum ber að stuðla að fjölbreyttri, sjálfbærri og vistvænni atvinnustarfsemi með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Mikilvægt er að skapa jákvæða hvata fyrir frumkvöðla og nýsköpun og vera vakandi fyrir vannýttum tækifærum. Einnig er mikilvægt að sveitarfélögin og atvinnulífið taki höndum saman um betra samfélag með styttri vinnuviku, fjölskyldum til heilla.

Vinstri-græn vilja huga að vaxtasprotum í atvinnuuppbyggingu og vinna með fyrirtækjum og einstaklingum að uppbyggingu á þessu sviði. Nábýli Mosfellsbæjar við höfuðborgarsvæðið og Gullna hringinn skapar tækifæri í ferðaþjónustu í bæjarfélaginu.

Á kjörtímabilinu höfum við:

  • Lækkað gjöld á atvinnulóðum.
  • Úthlutað atvinnulóðum við Skarhólabraut og á Leirvogstungumelum.
  • Unnið að skipulagi atvinnuuppbyggingar í miðbæ Mosfellsbæjar.
  • Bætt tjaldstæðið við Varmárskóla.
  • Sett upp fræðsluskilti við Tungufoss í Köldukvísl sem er friðlýstur sem náttúruvætti.

Vinstri græn vilja:

  • Skapa fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins.
  • Stuðla að atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ, meðal annars með því að bjóða upp á atvinnulóðir á sanngjörnu verði.
  • Að Mosfellsbær annist upplýsingagjöf til ferðafólks allan ársins hring og leiti bestu leiðanna til að koma þeim upplýsingum á framfæri. Þar þarf bæði að vinna að kynningarefni á heimavelli og í samvinnu við Höfuðborgarstofu.
  • Endurnýja þau fræðsluskilti bæjarins sem tímans tönn hefur nagað.
  • Efla verslun og þjónusta í miðbæ Mosfellsbæjar.