Velferð og mannréttindi

Réttlátt samfélag krefst velferðarkerfis sem virðir mannréttindi íbúanna og mætir þörfum allra. Aðgengi allra til þátttöku í samfélaginu skal vera tryggt. Tryggjum aðgengi íbúa að stefnumótun, ákvarðanatökum og þjónustu. Valdeflum notendur þjónustunnar með samráði og virðingu að leiðarljósi.

Aukum fræðslu um lýðræði og mannréttindi og aukum beina þátttöku barna og ungmenna í stefnumótun á öllum sviðum.

Höfum að leiðarljósi kjörorðin “Ekkert um okkur án okkar” við alla ákvarðanatöku sem varðar réttindi, skyldur og eða hag minnihlutahópa með virku samráði við hagsmunasamtök.

Innleiðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þannig að tekið verði mið af ákvæðum sáttmálans við alla stefnumótun og ákvarðanatökur.

Stóreflum þjónustu við innflytjendur t.d. með greiðum aðgangi að íslenskukennslu og  túlkaþjónustu.