Menning og listir

Hafnarfjarðarbær á að skapa aðstæður til blómlegs og fjölbreytts lista- og menningarlífs sem er aðgengilegt fyrir alla. Styðja skal við sköpun og frumkvæði með áherslu á þátttöku barna og unglinga. Slíkur stuðningur skilar sér margfalt í betra og fjölbreyttara samfélagi og aukinni hagsæld. Aðstaða til að íbúar geti stundað menningu og listir glæðir sveitarfélagið lífi og gerir það eftirsóknarvert til búsetu og heimsókna.

Ráða skal menningarmálafulltrúa á ný hjá Hafnarfjarðarbæ.

Stofna skal myndlistarskóla í Hafnarfirði þar sem lögð verður áhersla á fjölbreytt listnám fyrir alla aldurshópa.

Styðja skal vel og dyggilega við söfn Hafnarfjarðarbæjar, áfram skal vera gjaldfrjáls aðgangur að söfnum bæjarins.

Komum listaverkasafni Hafnarborgar í öruggt húsnæði.