Lýðheilsa og geðheilbrigði

Góð heilsa er dýrmæt öllum. Sveitarfélagið hefur bæði samfélagslegan og fjárhagslegan ávinning af því að styðja og hvetja íbúa til heilbrigðs lífstíls óháð aldri.

Geðheilbrigðisþjónusta á að vera aðgengileg öllum og vinna þarf gegn einmannaleika og kvíða með fjölbreyttum leiðum.

Sálfræðingar eiga að vera við alla grunnskóla og auka þarf aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum.

Styðja skal ungt fólk með vímuefnavanda t.d. með þátttöku í verkefnum líkt og Grettistaki.