Jafnréttismál

Hafnarfjarðarbæ ber að tryggja jafnrétti. Uppræta þarf margþætta mismunun og kynbundinn launamun. Stuðlum að auknum jöfnuði kynja þegar kemur að náms- og starfsvali og jöfnum aðgengi að fjármagni og ákvarðanatöku, t.d. með kynjaðri fjárhagsáætlunargerð. Sveitarfélaginu ber að sporna gegn kynbundnu ofbeldi, klámvæðingu, mansali og vændi og vinna gegn skaðlegum áhrifum staðalímynda.

Tryggja skal jafnréttis- og hinseginfræðslu auk fræðslu um kynbundið ofbeldi í öllu skóla- og uppeldisstarfi ásamt því að veita slíka fræðslu starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins.

Stofnum ofbeldisvarnarráð sem hefur það hlutverk að útrýma kyndbundnu ofbeldi.

Innleiðum Istanbúlsamninginn þannig tekið verði mið af ákvæðum hans við alla stefnumótun og ákvarðanatöku bæjarins.

Bæjarfélagið á að taka þátt í rekstri Bjarkarhlíðar og frjálsra félagasamtaka s.s. Kvennaathvarfs með árlegum fjárveitingum.

Stofnum ungbarnaleikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og tryggjum þannig jafnrétti.