Húsnæðismál

Það eru mannréttindi að búa í öruggu og heilsusamlegu húsnæði.

Í Hafnarfirði þurfa búsetukostir að vera fjölbreyttari, þannig að fólk eigi raunverulegt val um búsetu. Styðja þarf við uppbyggingu leiguhúsnæðis.

Hafnarfjarðarbær skal hafa aðkomu að stofnun húsnæðisleigufélags sem rekið er án hagnaðarsjónamiða og íbúðir leigðar á sanngjörnu verði.

Bregðast þarf strax við brýnni þörf og stytta langa biðlista eftir félagslegu húsnæði með fjölgun íbúða í eigu sveitarfélagsins.

Uppbygging húsnæðis sem hentar þörfum allra. Stóraukum úthlutun lóða fyrir lítil sérbýlishús auk lóða fyrir smærri fjölbýlishús. Þannig verða til litlar íbúðir, lítil raðhús og lítil einbýlishús  sem auðvelda eldra fólki að minnka við sig og ungu fólki að hefja búskap.

Við lóðaúthlutun verði horft fyrst og fremst til einstaklinga, smærri verktaka og félagasamtaka sem hafa ekki hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Lækkum lóðaverð og tryggjum fast verð á lóðum.

Hefjum viðræður við ríkið um úrræði þannig að efnaminna og ungu fólki verði gert kleift að kaupa fasteign.